Skilmálar
Velkomin á heimasíðuna Tilbod.is
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.tilbod.is.
Skilmálar og aðrar upplýsingar á síðunni eru einungis fáanlegar á íslensku.
Ef einhverjar spurningar vakna upp við lestur, vinsamlegast hafið samband á netfangið Tilbod@Tilbod.is
+ Almenn ákvæði
Eigandi Tilbod.is er Galaxy ehf., kt.481117-0890, staðsett í Kópavogi.
Hér eftir verður talað um Galaxy sem Tilboð.is.
Með því að fá aðgang að þessari vefsíðu gerum við ráð fyrir að þú samþykkir þessa skilmála. Ekki halda áfram að nota Tilboð.is ef þú samþykkir ekki þá skilmála og skilyrði sem fram koma á þessari síðu.
„Söluaðili“ er fyrirtæki sem býður vöru eða þjónustu til sölu á Tilboð.is
„Kaupandi“ er einstaklingur sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið fyrirtæki en lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga þá við.
Tilboð.is selur inneignarbréf vegna kaupa á vöru eða þjónustu, hér eftir nefnd Tilboðsbréf. Tilboðsbréf veitir kaupanda rétt til að fá vöru eða þjónustu afhenta frá söluaðila. Bréfið tekur eingöngu til þeirrar vöru eða þjónustu sem tiltekin er á bréfinu. Tilboð.is ber ekki ábyrgð á gæðum vöru eða þjónustu sem söluaðili veitir. Þegar kaupandi framvísar Tilboðsbréf hjá söluaðila er hlutverki Tilboð.is lokið og gengur þá í gildi samningur milli kaupanda og söluaðila sem þar með yfirtekur skyldur Tilboð.is gagnvart kaupanda og skulu þá lög um þjónustukaup nr. 42/2000 og lög um neytendakaup nr. 48/2003 gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir.
+ Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Tilboð.is skuldbindur sig til að afhenda kaupanda Tilboðsbréf fyrir kaupum í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt. Ef misræmi er milli auglýsingar á vefsvæði Tilboð.is og Tilboðsbréf skal kaupandi upplýstur um það skriflega innan þriggja daga frá móttöku Tilboðsbréfs. Verði kaupandi var við misræmi milli keypt tilboðs og Tilboðsbréfs skal hann tilkynna Tilboð.is það skriflega innan þriggja daga frá móttöku Tilboðsbréfs. Tilboð.is skal tilkynna kaupanda um endurgreiðslu vöru vegna misræmis innan 30 daga frá móttöku skriflegrar tilkynningar.
Ef kaupandi fær ekki afgreidda vöru eða þjónustu þegar hann framvísar Tilboðsbréfi hjá söluaðila, vegna vanefnda söluaðilans, áður en frestur til framvísunar rennur út, á kaupandi rétt á endurgreiðslu frá Tilboð.is.x
Sæki kaupandi ekki vöru eða þjónustu áður en frestur til framvísunar Tilboðsbréfs rennur út hefur hann ekki rétt á endurgreiðslu. Tilboð.is bíður sínum viðskiptavinum vöruvernd í samræmi við ýtrustu tilmæli Neytendastofu. Ef til endurgreiðslu kemur innan 14 daga frá kaupum skv. tilmælunum, og kaupandi hefur ekki leyst út Tilboðsbréfið hjá söluaðila, mun Tilboð.is endurgreiða kaupendum keypta vöru með bakfærslu á kreditkort, innlögn á bankareikning eða með inneign hjá Tilboð.is sem kaupendur geta ráðstafað að vild í næstu kaupum hjá Tilboð.is, allt eftir óskum kaupenda.
+ Upplýsingar og verð
Kvittanir eru sendar til seljanda og kaupanda eftir að pöntun hefur átt sér stað og greiðsla hefur borist.Verð á vefsvæði Tilboð.is, póstlista og í auglýsingum eru birt með virðisaukaskatti samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá söluaðila og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Tilboð.is áskilur sér rétt í einstaka tilfellum að breyta verði á vöru eða þjónustu en þá aðeins til lækkunar. Verð eru á stöðugum breytingum hjá seljanda vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Verðhækkanir sem verða eftir pöntun kaupanda eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Heildarkostnaður er tekin fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega, þar er tekin fram allur kostnaður við pöntun, s.s. Þjónustu, sendingu osfrv. Sem dæmi má nefna eru bilanir í kerfi, vírusar, prent-birtingar og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.
+ Afhending vöru
Kaupandi framvísir tilboðsbréfi sem hann fær í netfang sitt eftir kaup á vöru/þjónustu hjá Tilboð.is og fær afhenta vöru/þjónustu hjá seljanda. Ef seljandi býður upp á heimsendingu mun það koma fram á tilboðinu sjálfu, kaupferlinu sem og kvittuninni og er það á seljandans ábyrgð að upplýsa Tilboð.is og kaupanda um afhendingartíma og verð.Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun nema annað sé tekið fram. Sé varan ekki til á lager mun seljandi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Tilboð.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá seljanda til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða 590 kr. fyrir rekjanlegt bréf.
+ Galli
Ef það kemur fram galli í þeirri vöru sem seld er á Tilboð.is, ef galli er tilkominn vegna einhvers sem rekja má til seljenda, þá á kaupandi rétt á að fá bætt úr gallanum í samræmi við almennar reglur sem gilda um þau viðskipti. Kaupandi skal upplýstur um alla galla innan 3 daga frá móttöku keyptrar vöru og mun seljandi upplýsa kaupanda um úrbætur vegna gallans innan 30 daga frá því að kaup eiga sér stað.
+ Samningur og greiðsla
Með greiðslu á vöru/þjónustu á Tilboð.is staðfestir kaupandi að hann samþykki og þekki skilmála Tilboð.is. Skilmálarnir eru aðgengilegir á vefsæði Tilboð.is. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupendur samkvæmt skilmálum og skilyrðum Tilboð.is
Greiðsla á vefsvæði Tilboð.is geta verið af ýmsa vegu:
- Kredit- og debetkort: Hægt er að greiða með öllum íslenskum kredit- og debetkortum. Tilboð.is tekur á móti greiðslum í gegnum öruggt greiðslusvæði frá Valitor ehf.
- AUR, Tilboð.is býður uppá möguleika að greiða tilboð með aur appinu.
- Netgíró: Notendur Netgíró geta borgað vörur/þjónustu á Tilboð.is með Netgíró. Einnig er hægt að nýta sér raðgreiðslur Netgíró. Nánari upplýsingar um virkni og skilmála má finna á netgiro.is
- Inneign: Ef kaupandi á inneign hjá Tilboð.is getur hann greitt pöntun að hluta eða öllu leyti með inneign sinni.
Þegar greiðsla hefur borist: fær kaupandi tölvupóst með staðfestingu á pöntun.
+ Aðgangur
Tilboð.is er skuldbundið að afgreiða pöntun kaupanda og sendir kaupanda staðfestingu í tölvupósti sem kaupandi skráði við innskráningu. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst í tölvupósti, þ.e. ef tilboð verður virkt og greiðsla berst frá kaupanda. Mikilvægt er að rétt tölvupóstfang sé skráð til að hægt sé að senda tilboðsbréf til kaupanda og hægt er að breyta þeim upplýsingum undir “mínar síður”.
+ Mínar síður
Til þess að virkja aðgang sinn á Tilbod.is þarf notandi að stofna aðgang og skrá fullt nafn, netfang sitt og búa til lykilorð, þar með samþykkir að hann hafi lesið persónuverndarstefnu félagsins. Einnig getur notandinn samþykkt að vera á póstlista Tilboð.is. Pöntun kaupanda á Tilboð.is er bindandi þegar hann hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu. Undir “mínar-síður” getur notandinn breytt upplýsingum sínum, nafni, netfangi, símanúmeri sem og breytt um lykilorð, þar undir er einnig hægt að setja inn heimilisfangið sitt til að auðvelda kaupferli, skoðað yfirlit pantana og skráð sig á póstlista.
+ Verðlagning og gjaldmiðill
Verð eru sýnt í íslenskum krónum (ISK) á vefsíðunni og innihalda öll virðisaukaskatt. Verð geta breyst og tilboð má afturkalla hvenær sem er. Uppgefið verð við pöntun gildir um allt kaupferlið.
+ Vafrakökur
Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda og eðlilega virkni á vefnum.Með því að fá aðgang að Tilboð.is, samþykkir þú að nota fótspor í samráði við persónuverndarstefnu fyrirtækisins. Vafrakökur eru meðal annars notaðar til að bæta virkni vefsvæða, til greininga og til að beina auglýsingum til réttra markhópa. Vafrakökur geta geymt upplýsingar um stillingar notenda, tölfræði heimsókna, auðkenni innskráðra notenda o.fl. Vafrakökur eru nauðsynlegar til að geta boðið upp á ýmsa virkni og koma í veg fyrir árásir tölvuþrjóta. Þú getur valið hvort vefurinn fái að safna þessum gögnum eða ekki en kjósir þú hið síðarnefnda getur það valdið því að ekki sé hægt að nýta alla þá möguleika sem vefsíðan hefur upp á að bjóða.
Frekari upplýsingar um vafrakökur og stillingar á vöfrum má finna hér.
+ Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Tilboð.is heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
+ Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða rísi mál vegna hans skal því vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.