Skilmálar

Almennt

Persónuverndarstefna Galaxy ehf. fyrir vefsíðu tilbod.is gefur þér upplýsingar um hvernig við geymum og vinnum úr persónuupplýsingunum þínum hjá tilbod.is. Meðferð persónuupplýsinga er í samræmi við ákvæði Persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins (GDPR) sem innleidd er í íslenskan rétt með lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Með skráningu á síðunni staðfestir þú að þú sért 13 ára eða eldri.

Þú getur uppfært upplýsingarnar þínar undir „mínar síður“ eða með því að hafa samband við okkur. tilbod@tilbod.is

1. Hvaða persónuupplýsingar geymum við, hvaða lagagrundvelli vinnum við með þær.

Persónuupplýsingar eru hverjar þær upplýsingar sem hægt er að nota til að persónugreina einstakling. Til persónuupplýsinga teljast ekki gögn sem ekki er hægt að rekja niður á einstaklinga.

Tilbod.is geymir eftirfarandi persónuupplýsingar:

Viðkvæmar persónuupplýsingar

Tilbod.is geymir engar viðkvæmar upplýsingar um viðskiptavini sína. Viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt GDPR eru gögn sem innihalda upplýsingar um kyn, kynþátt, trúarbrögð, kynhegðun, stjórnmálaskoðanir, upplýsingar um aðild að verkalýðsfélagi, heilsufarsupplýsingar eða erfða- og líftækniupplýsingar.

2. Hvernig geymir Tilbod.is persónugögn?

Tilbod.is geymir persónugögn sem viðskiptavinir veita sjálfir (t.d. með því að skrá sig á Tilbod.is, fylla út í eyðublöð á vefsíðu Tilbod.is eða með því að senda okkur tölvupóst). Tilbod.is geymir einnig sjálfvirkt gögn við notkun á vefsíðu Tilbod.is með notkun á vefkökur (cookies) eða sambærilegri tækni.

3. Áframsending persónuupplýsinga

Í vissum tilfellum þarf Tilbod.is að deila persónuupplýsingum með þriðja aðila.

Við krefjumst þess að allir þeir aðilar sem við framsendum persónugögn til virði og tryggi öryggi gagnanna skv. lögum um persónuvernd. Þessum aðilum er einungis leyfilegt að vinna gögnin í sértilgreindum tilgangi og skv. okkar leiðbeiningum.

4. Geymsla gagna

Upplýsingar um viðskiptavini og viðskiptasögu eru geymd í kerfum Tilbod.is þar til fyrirtækið telur ekki lengur ástæðu til. Bókhaldstengd gögn eru geymd í 7 ár skv. lögum.

Í vissum tilfellum er gögnum umbreytt þannig að þau eru ekki lengur persónugreinanleg og unnið er með þau áfram í rannsóknum og tölfræðilegum tilgangi án þess að viðskiptavini sé gerð sérstaklega grein fyrir því.

5. Þín réttindi

Samkvæmt GDPR eiga viðskiptavinir rétt á því að fá aðgang að öllum þeim persónuupplýsingum sem fyrirtæki geyma um þá, geta beðið um afrit af gögnunum og óskað eftir leiðréttingum á þeim eða eftir því að þau verði framsend eða að þeim verði eytt. Þó er ekki hægt að breyta eða eyða gögnum sem fyrirtækjum ber skylda til að geyma skv. lögum.

Persónuupplýsingar sem gefnar voru upp við skráningu sem og upplýsingar um viðskipti er hægt að nálgast með innskráningu á “Mínar síður”.

Sé viðskiptavinur ósáttur við meðferð persónuupplýsinga hjá Tilbod.is hefur hann rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd. Tilbod.is óskar þó góðfúslega eftir því að fyrst sé haft samband við fyrirtækið í viðleitni til að leysa málið áður en farið er með mál til Persónuverndar.

6. Úthlekkir

Á vefsíðu Tilbod.is má finna hlekki inn á heimasíður þriðja aðila (t.d. inn á heimasíðu stakra söluaðila). Tilbod.is ber ekki ábyrgð á persónuvernd þeirra. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að athuga persónuverndarsefnu viðkomandi fyrirtækis þegar vafrað er út fyrir síðu Tilbod.is

Þegar keypt er í gegnum Tilbod.is verður í vissum tilfellum til viðskiptasamband við þriðja aðila, þ.e. á milli kaupanda og söluaðila viðkomandi vöru. Tilbod.is deilir eingöngu þeim lágmarskupplýsingum sem þarf til að afgreiða pöntun til söluaðila sinna. Um allar persónuuppýsingar sem gefnar eru af viðskiptavini beint til söluaðila (á milligöngu) fer skv. persónuverndarstefnu viðkomandi söluaðila.

7. Vafrakökur (cookies)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda og eðlilega virkni á vefnum.Vafrakökur eru meðal annars notaðar til að bæta virkni vefsvæða, til greininga og til að beina auglýsingum til réttra markhópa. Vafrakökur geta geymt upplýsingar um stillingar notenda, tölfræði heimsókna, auðkenni innskráðra notenda o.fl. Vafrakökur eru nauðsynlegar til að geta boðið upp á ýmsa virkni og koma í veg fyrir árásir tölvuþrjóta. Þú getur valið hvort vefurinn fái að safna þessum gögnum eða ekki en kjósir þú hið síðarnefnda getur það valdið því að ekki sé hægt að nýta alla þá möguleika sem vefsíðan hefur upp á að bjóða.Frekari upplýsingar um vafrakökur og stillingar á vöfrum má finna hér.

8. Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða beiðnir sem tengjast persónuverndarstefnunni eða hvernig við förum með upplýsingarnar þínar, vinsamlegast hafðu samband við okkur gegnum tilbod@tilbod.is.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0